Fréttir

Risa bikarveisla um helgina í handboltanum!

Með sigri KA/Þórs á Haukum í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í gær varð ljóst að bikarveisla helgarinnar varð enn pakkaðri hjá KA og KA/Þór. Það er nefnilega nóg framundan í Laugardalshöllinni og ljóst að handboltaunnendur að norðan þurfa heldur betur að koma sér suður

Frí hópferð á bikarúrslitaleik KA/Þórs!

KA/Þór leikur til úrslita í Coca-Cola bikar kvenna á laugardaginn klukkan 13:30 í Laugardalshöllinni. Þetta verður fyrsti bikarúrslitaleikur í sögu KA/Þórs og ljóst að við þurfum öll að mæta og styðja stelpurnar til sigurs í þessum sögulega leik

Stuðningsmannalag KA/Þórs - Sigurinn Heim!

Stuðningsmannalag KA/Þórs er orðið að veruleika! Í tilefni af bikarævintýri stelpnanna samdi Elvar Jónsteinsson lagið Sigurinn Heim! Rúnar Eff syngur og Ármann Einarsson í Tónræktinni sá um undirspil sem og upptöku á laginu

KA/Þór þarf á þér að halda í stúkunni!

Miðasalan á undanúrslitaleik KA/Þórs og Hauka í Coca-Cola bikar kvenna í handbolta er í fullum gangi. Liðin mætast miðvikudaginn 4. mars klukkan 18:00 í Laugardalshöllinni og við ætlum að styðja stelpurnar okkar áfram í úrslitaleikinn

Áki og Allan framlengja um 2 ár

Færeyingarnir knáu þeir Áki Egilsnes og Allan Norðberg skrifuðu í dag undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA og leika því áfram með Olísdeildarliði KA. Þetta eru frábærar fréttir enda leika þeir stórt hlutverk í liðinu auk þess sem þeir eru frábærir félagsmenn

Miðasala hafin á bikarslag KA/Þórs

Bikarúrslitahelgin í handboltanum er framundan og KA/Þór þarf á þínum stuðning að halda! Stelpurnar mæta Haukum miðvikudaginn 4. mars klukkan 18:00 í undanúrslitunum og við ætlum að styðja þær áfram í úrslitaleikinn

KA áfram í bikarúrslit í 4. flokki!

Strákarnir á yngra ári í 4. flokki KA í handbolta áttu erfitt verkefni fyrir höndum í dag þegar þeir sóttu Hauka heim í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ. Þarna mættust liðin í efstu tveimur sætunum í deildinni og ljóst að hart yrði barist um sæti í sjálfum úrslitaleiknum

Helga og Rakel í U18 og Hildur í U16

KA/Þór á þrjá fulltrúa í U16 og U18 ára landsliðshópum Íslands í handbolta sem munu æfa dagana 26.-29. mars næstkomandi. Helga María Viðarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir voru valdar í U18 ára landsliðið og Hildur Lilja Jónsdóttir var valin í U16 ára hópinn

Myndaveisla frá glæsisigri KA/Þórs á HK

Það var heldur betur mikið undir í KA-Heimilinu á laugardaginn þegar KA/Þór tók á móti HK í Olís deild kvenna. Fyrir leikinn munaði fjórum stigum á liðunum og klárt að ef KA/Þór ætlaði sér að eiga enn von um sæti í úrslitakeppninni þyrfti liðið á sigri að halda

Myndaveislur frá leik KA og Fram

KA og Fram áttust við í hörkuleik í KA-Heimilinu á laugardaginn en fyrir leikinn munaði einungis einu stigi á liðunum. Stemningin í KA-Heimilinu var mögnuð og leikurinn sjálfur stál í stál. Að lokum voru það gestirnir sem fóru með 20-21 sigur og náðu þannig þriggja stiga forskoti á KA liðið í deildinni