Jólaæfing handknattleiksdeildar KA fór fram í gær í KA-Heimilinu og var að vanda mikil gleði á svæðinu. Leikmenn KA og KA/Þórs litu við á svæðið og léku við krakkana áður en jólasveinar komu færandi hendi. Mætingin á æfinguna var til fyrirmyndar en um 150 krakkar skemmtu sér og fjölmargir foreldrar skemmtu sér konunglega.
Egill Bjarni Friðjónsson ljósmyndari mætti á svæðið og býður til myndaveislu sem er hægt að skoða með því að smella á myndina hér fyrir neðan.
Smelltu á myndina til að skoða fleiri myndir Egils Bjarna frá jólaæfingunni
Nú tekur við jólafrí hjá þeim yngstu og viljum við þakka fyrir samveruna á árinu. Krakkarnir mæta svo ferskir og endurnærðir aftur í handboltann á nýju ári.