Fréttir

KA/Þór í bikarúrslit í 3. flokki!

KA/Þór tók á móti HK í undanúrslitum bikarkeppni 3. flokks kvenna í handbolta í gærkvöldi. Stelpurnar höfðu áður slegið út sterkt lið Fram og voru staðráðnar í að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum sjálfum en HK er einnig gríðarlega vel mannað og úr varð svakalegur leikur sem lauk með sigurmarki á lokasekúndunni

Frítt á tvíhöfða dagsins í KA-Heimilinu

Það eru tveir stórleikir í handboltanum í dag þegar bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs leika heimaleiki. Konurnar hefja daginn klukkan 14:30 þegar þær fá HK í heimsókn en bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og þurfa stelpurnar okkar á sigri að halda

Undanúrslit Bikars hjá 3. kvenna í dag

Stelpurnar í 3. flokki KA/Þórs taka í dag á móti HK í undanúrslitum Bikarkeppni HSÍ en leikurinn fer fram klukkan 19:00 í KA-Heimilinu og ljóst að liðið sem vinnur er komið í úrslitaleikinn í Laugardalshöllinni

Frítt á handboltaveislu laugardagsins

Það er sannkölluð handboltaveisla í KA-Heimilinu á laugardaginn er KA og KA/Þór leika heimaleiki í Olís deildinni. KA/Þór byrjar daginn kl. 14:30 með risaleik gegn HK en liðin eru í svakalegri baráttu um sæti í úrslitakeppninni

Tvö töp í Ásgarði í handboltanum

KA og KA/Þór sóttu Stjörnuna heim í Olís deildum karla og kvenna í handboltanum í gær. Báðar viðureignir voru lykilhluti í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og voru það konurnar sem hófu veisluna með sínum leik

6 frá KA og KA/Þór í Hæfileikamótun HSÍ

Hæfileikamótun HSÍ og Bláa Lónsins fer fram í þriðja skiptið í vetur helgina 28. febrúar til 1. mars næstkomandi. Þar munu strákar og stelpur fædd 2006 æfa undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Dögg Bragadóttur og fá þar smjörþefinn af því hvernig yngri landslið HSÍ æfa hverju sinni

Selfyssingar sóttu tvö stig norður (myndir)

KA tók á móti Íslandsmeisturum Selfoss í Olís deild karla á laugardaginn. KA liðið hafði tapað báðum leikjum sínum eftir áramót og voru strákarnir staðráðnir í að koma sér á sigurbrautina gegn sterku liði gestanna

KA/Þór steinlá gegn toppliðinu (myndir)

KA/Þór tók á móti Fram í Olís deild kvenna í handbolta á laugardaginn. Fyrirfram var vitað að verkefni dagsins væri ansi erfitt en Fram er á toppi deildarinnar og hefur án nokkurs vafa verið besta lið landsins í vetur

Handboltaveisla í KA-Heimilinu í dag

Það er heldur betur veisla í KA-Heimilinu í dag en bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs leika heimaleik í dag. Stelpurnar ríða á vaðið gegn toppliði Fram klukkan 14:30 og strákarnir taka svo við klukkan 17:00 þegar Íslandsmeistarar Selfoss mæta í heimsókn

Fyrirliðarnir kljást fyrir leiki helgarinnar

Fyrirliðarnir í handboltanum þau Andri Snær Stefánsson og Martha Hermannsdóttir skoruðu á hvort annað í sláarkeppni í tilefni handboltatvíhöfðans í KA-Heimilinu á laugardaginn. KA/Þór tekur á móti Fram kl. 14:30 og KA tekur á móti Selfoss kl. 17:00