04.11.2019
KA tók á móti Þór í hörkubikarslag í 4. flokki karla í KA-Heimilinu í dag. Eins og svo oft áður þegar þessi lið mætast varð háspennuleikur og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. Þórir Tryggvason ljósmyndari var á svæðinu og er hægt að skoða myndir hans frá leiknum með því að smella á myndina hér fyrir neðan
03.11.2019
KA/Þór sótti Aftureldingu heim í 7. umferð Olís deildar kvenna í dag og má svo sannarlega segja að mikið hafi verið undir hjá báðum liðum. Fyrir leikinn var KA/Þór í 4. sæti deildarinnar en gríðarleg barátta er framundan um sæti í úrslitakeppninni í vor og þurfti liðið því á stigunum tveim að halda. Heimastúlkur voru hinsvegar stigalausar á botninu og ætluðu sér stigin til að koma sér inn í baráttuna
03.11.2019
Ungmennalið KA tók í dag á móti Gróttu í hörkuleik í Grill 66 deild karla. Strákarnir höfðu fyrir leikinn unnið alla þrjá heimaleiki sína í vetur og var stefnan klárlega sett á tvö stig gegn öflugu liði Seltirninga. Grótta er með töluvert breytt lið frá því í fyrra þegar liðið féll úr deild þeirra bestu og er liðið að koma sér betur og betur í gang
03.11.2019
KA sótti Fram heim í 8. umferð Olís deildar karla í gær en leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Fyrir leikinn voru Framarar stigi fyrir ofan KA liðið en bæði lið ætla sér í úrslitakeppnina í vor og því mikilvæg stig í húfi, auk þess sem að sigur í innbyrðisleikjunum getur vegið eins og aukastig þegar upp verður talið í vor
02.11.2019
Handknattleiksdeild KA hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Tarik Kasumovic. Ákvörðunin er tekin af fjárhagslegum forsendum en Tarik sem gekk til liðs við KA fyrir síðasta tímabil hefur verið lykilmaður í liði KA
01.11.2019
Meistaraflokksliðin okkar í handboltanum leika öll um helgina en KA og KA/Þór fara suður og fá bæði sjónvarpsleik á Stöð 2 Sport. Ungmennalið KA tekur hinsvegar á móti Gróttu í KA-Heimilinu á sunnudaginn og því nóg um að vera í handboltanum
31.10.2019
KA tók á móti Stjörnunni í 7. umferð Olís deildar karla í KA-Heimilinu í gær í gríðarlega mikilvægum leik. Bæði lið ætla sér í úrslitakeppnina í vor og munaði einungis einu stigi á liðunum fyrir leikinn og því ljóst að stigin tvö yrðu ansi dýrmæt
31.10.2019
Það var alvöru bæjarslagur í KA-Heimilinu þegar KA tók á móti Þór í bikarkeppni 3. flokks karla í handbolta. Eins og svo oft áður þegar þessi lið mætast myndaðist skemmtileg stemning í húsinu og var þó nokkur fjöldi í stúkunni
30.10.2019
Evrópska Handknattleikssambandið, EHF, hefur sett af stað nýtt framtak þar sem ungar og efnilegar handboltakonur munu koma saman í svokallaðar leikmannabúðir og fá þar leiðsögn frá nokkrum af bestu handboltakonum sögunnar. Markmið búðanna er að efla þróun leikmannanna utan vallar
30.10.2019
Olís deild karla í handboltanum fer aftur af stað í kvöld eftir landsleikjapásu og það með engum smá leik. KA tekur á móti Stjörnunni í KA-Heimilinu í kvöld klukkan 19:00 og má búast við hörkuleik. Fyrir leikinn er KA með 4 stig í 7. sæti deildarinnar en gestirnir eru aðeins einu stigi á eftir í 10. sætinu