Þær Anna Þyrí Halldórsdóttir, Ólöf Marín Hlynsdóttir og Heiðbjört Anna Guðmundsdóttir æfðu með U-16 um helgina.
Æft var föstudag, laugardag og sunnudag í mikilli æfingatörn. Norðanstelpur þóttu standa sig með ágætum en undir þeim komið að taka næsta skref og æfa vel áfram.
Næst verður valið í þetta landslið í lok ágúst og farið verður í fyrsta mót í mars á næsta ári þannig að það er til mikils að vinna fyrir þær.