4. flokkur karla og kvenna í handboltanum hélt í gær af stað til Svíþjóðar þar sem leikið verður á hinu stóra Partille Cup í Gautaborg.
KA hefur sent 4. flokkinn annað hvert ár á mótið og oft náð flottum árangri en mótið er líklega stærsta handboltamót sem haldið er.
Þórir Tryggvason ljósmyndari kíkti á hópinn áður en farið var til Keflavíkur í flug og tók meðal annars þessar myndir: