Mílan - KA í beinni í kvöld

Sissi og félagar ætla sér 2 stig í hús!
Sissi og félagar ætla sér 2 stig í hús!

KA leikur annan leik sinn í Grill 66 deild karla í handboltanum í kvöld þegar liðið sækir Míluna heim á Selfoss. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og hvetjum við alla sem geta til að mæta og styðja strákana til sigurs. Selfyssingar sýna leikinn einnig beint þannig að ef þú kemst ekki á leikinn þá er um að gera að fylgjast grannt með gangi mála.

Smelltu hér til að opna útsendingu Selfoss-TV

KA liðið vann ótrúlegan 30-29 sigur á ÍBV U í fyrsta leik tímabilsins en sigurmarkið kom á síðustu sekúndu leiksins og var það í eina skiptið sem KA leiddi í leiknum. Á sama tíma gerði lið Mílunnar 21-21 jafntefli gegn Haukum U og er því alveg ljóst að það má búast við hörkuleik í kvöld.