Heimir Örn Árnason leikmaður KA í handbolta hefur ákveðið að taka sér frí frá dómgæslu og ætlar að einbeita sér að því að spila með KA í vetur. Heimir og meðdómari hans, Sigurður Þrastarson, voru valdir bestu dómarar á síðasta tímabili.
Ljóst er að þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur KA menn enda Heimir hokinn reynslu og mun hjálpa mikið okkar unga liði. Heimir lék fyrsta leik KA í vetur sem var gegn ÍBV U en fór illa úr lið á putta og er því meiddur þessa stundina en það styttist í að hann verði klár í slaginn á ný.