Yngri landsliðin í handboltanum munu æfa helgina 29. september til 1. október. KA á hvorki fleiri né færri en 11 fulltrúa í hópunum sem er stórkostlegt og óskum við þeim til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.
Helga María Viðarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir eru í U-16 hóp kvenna en þjálfarar þeirra eru þau Rakel Dögg Bragadóttir og Ólafur Víðir Ólafsson.
Arnór Ísak Haddsson, Haraldur Bolli Heimisson og Ragnar Sigurbjörnsson eru í U-16 hóp karla en þjálfari þeirra er Maksim Akbashev.
Margrét Einarsdóttir, Ólöf Marín Hlynsdóttir og Svala Svavarsdóttir eru í U-18 hóp kvenna en þjálfarar þeirra eru Haraldur Þorvarðarson og Sigurgeir Jónsson.
Dagur Gautason og Jónatan Marteinn Jónsson eru í U-18 hóp karla en þjálfari þeirra er Heimir Ríkarðsson.
Ásdís Guðmundsdóttir er í U-20 hóp kvenna og þjálfari hennar er Stefán Arnarson.