02.03.2008
KA menn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki karla með því að leggja HK glæsliega í 3 hringum gegn
engri (24-26) (21-25) og (12-25) KA vann fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn 3-0 tapaði öðrum leik liðanna 1-3 en vann síðan í dag eins og
áður segir 3-0. KA menn eru þannig búnir að tryggja sér titilinn með 7 stig gegn 3 þó að einn leikur sé eftir í viðureiginni
en hann fer fram 20. apríl á yngriflokkamóti BLÍ. Til hamingju strákar með glæslegan árangur! :D
02.03.2008
KA og HK mættust um helgina í tveimur leikjum.
HK byrjaði fyrri leikinn mun betur og .................
HK byrjaði fyrri leikinn mun betur og náði 5 stiga forystu áður en KA menn vöknuðu til lífsins. KA saxaði jafnt og þétt á
forystu HK og hafði betur á endanum í jafnri hrinu. í annarri hrinu tóku KA-menn öll völd á vellinum og yfirspiluðu
andstæðinga sína.
02.03.2008
KA og HK mættust um helgina í tveimur leikjum.
16.02.2008
KA-piltar kræktu sér í sex mikilvæg stig um helgina þegar Reykjavíkur-Þróttarar komu í heimsókn. Liðið er á mikilli siglingu þessa dagana og hefur unnið 23 hrinur í röð í deild og bikar. Eftir leiki helgarinnar er KA komið í mikinn slag við Þrótt og Stjörnuna um toppsætið í deildinni. Stjarnan og KA eiga eftir að mætast tvívegis en KA á einnig eftir tvo leiki við HK.Staða efstu liða: Stjarnan 32 stig eftir 11 leiki Þróttur 29 stig eftir 13 leiki KA 27 stig eftir 12 leiki
16.02.2008
KA vann enn einn 3-0 sigur sinn í deildinni í kvöld þegar Þróttarar lágu í valnum. Þróttur er sem stendur í toppsæti deildarinnar en með sigrinum er KA farið að blanda sér alvarlega í toppbaráttuna. Nú er KA-liðið búið að vinna 20 hrinur í röð í deild og bikar og virðist komið á gott skrið.KA og Þróttur spila aftur á morgun, laugardag kl 16:00.
13.02.2008
Í fyrsta leik ka-stelpnanna í haust kepptu þær við Völsunga og voru þá óreyndar enn voru samt ekki langt frá því að vinna. Þær mættu því til leiks bjartsýnar um sigur. Svo varð þó ekki og þær töpuðu 0-2.
07.02.2008
Sunnudaginn 3. febrúar áttust við lið, KA og HK, í öðrum flokki karla.
05.02.2008
KA átti góðan hóp í U17 landsliðum og U19 landsliðum Íslands sem kepptu á Norðurlandamótum siðastliðið haust. Hér er birtast loksins myndir úr þessari ferð. Fleiri myndir: http://blak.ka-sport.is/gallery/landslid_u19_og_u17_2007/
02.02.2008
KA á mikilli siglingu þessa dagana
02.02.2008
Karla- og kvennalið KA voru í eldlínunni nú um helgina þegar keppni í Brosbikarnum hélt áfram í KA-heimilinu. Spilað var í riðlum og komust tvö efstu lið hvors riðils áfram í undanúrlit. Fyrir leiki helgarinnar var karlalið KA í efsta sæti í sínum riðli með 6 stig, sigi meira en Stjarnan. Stelpurnar voru aftur á móti neðstar í sínum riðli, án stiga.