Strandblaksæfingarnar að hefjast

Þá eru strandblaksæfingarnar að hefjast hjá Blakdeild KA. Fyrsta æfingin verður núna á föstudaginn 20. júní á strandblaksvellinum við KA heimilið. Það eiga allir að mæta á sama tíma (strákar og stelpur) á fyrstu æfinguna kl. 17:30-19:00.

Blakæfingar samkvæmt æfingatöflu hefjast svo mánudaginn 23. júní og fyrsta frjálsíþróttaæfingin verður miðvikudaginn 25. júní á Akureyrarvelli.

Í sumar verður þetta verður svona blanda af strandblaki, tækniæfingum, styrktaræfingum og frjálsum íþróttum. Eitthvað verður örugglega um útihlaup og sprettæfingar o.fl. en þó minna ef margir verða duglegir og skella sér á æfingar hjá UFA.

Já - við erum sem sagt búin að gera samning við UFA um að þið megið mæta á frjálsíþróttaæfingar tvisvar í viku. Þið munuð öll æfa saman (strákar og stelpur) á frjálsíþróttaæfingum  og Unnar Vilhjálmsson og  Gísli Sigurðsson munu sjá um æfingarnar hjá UFA. Þeir munu velja æfingar fyrir ykkur sem skila sér vel í blakinu.

Hvað blakæfingarnar varðar þá munu Marek Bernat og Valgeir Valgeirsson skipta með sér þjálfuninni á stelpnahópnum en Valli mun alfarið sjá um þjálfunina hjá strákunum. Hugmyndin er að hafa þetta frekar fjölbreytt í sumar og það getur alveg dottið í þjálfarana að hafa sundferð – ef veðurspáin er góð - eða skella sér í fjallgöngu eða eitthvað annað skemmtilegt.

VILJIÐ ÞIÐ SENDA PÓST Á valli2001@hotmail.com og staðfesta þátttöku í æfingunum. Einnig er gott fyrir hann að vita ef þið ætlið að vera í burtu í sumarfríi  um einhvern tíma.

Blakdeild KA         
Æfingatafla 12 ára og eldri - sumar 2008  
         
Frjálsar Æfingar fara fram á Akureyarvelli  
Strandblak  Æfingar fara fram við KA heimilið  
Annað t.d. Styrktaræfingar í Vaxtarætkinni - Valfrjálst

 

 

  Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud.
Strákar Annað 17:30-19:00 16:30-18:00 17:30-19:00 16:30-18:00
Stelpur 17:30-19:00 Annað 16:30-18:00 19:00-20:30 16:30-18:00