Breyttir æfingatímar í strandblakinu

Frá og með fimmtudeginum 3. júlí verða æfingar yngriflokka í strandblaki kl 19:00-20:30 á mánudögum og fimmtudögum bæði fyrir stráka og stelpur. Vinsamlegast klæðið ykkur í samræmi við veður.

Ákveðið var að sameina æfingar hjá stelpum og strákum þar sem fjöldinn var ekki nógur til að halda úti tveimur flokkum. Það er bæði hagkvæmara og skemmtilegra að hafa meiri fjölda á æfingum og því er þessi leið farin.  Athugið svo að klæða ykkur í samræmi við veður. Ef það er kalt og rigning þá eiga iðkendur að mæta í regngalla og góðum hlaupaskóm.

Stjórn Blakdeildar KA