KA vann Stjörnuna

KA-menn og Stjarnan áttust við í kvöld og fóru KA-menn með nokkuð öruggan sigur af hólmi 3-1. Hrinurnar enduðu (25-22, 23-25, 25-16, 25-18).Stigahæstir hjá KA voru Piotr með 24 stig og Hafsteinn skoraði 12 stig þar af 5 blokkir. Strákarnir eiga svo aftur að spila við Stjörnuna á morgun og vonumst við að sem flestir leggji leið sína í KA-heimilið og styðji strákana.