Feðgar börðust

F.v. Kristján Valdimarsson, Valdimar Hafsteinsson og Hafsteinn Valdimarsson.
F.v. Kristján Valdimarsson, Valdimar Hafsteinsson og Hafsteinn Valdimarsson.
Það var hart tekist á í leikjum KA gutta og Hamars um helgina enda mættust þar feðgar. Svo fór að synirnir höfðu betur enda má segja að þeir hafi haft nokkra forgjöf hvað hæðina varðar eins og þessi stórskemmtilega mynd sem fylgir fréttinni sýnir. Eins og þeir vita sem fylgjast með blakinu hjá KA þá spila þar tvíburar ættaðir frá Hveragerði Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir. Þeir hafa stundað nám við Menntaskólann á Akureyri í á fjórða ár og jafnframt spilað með KA við góðan orðstýr. Hafsteinn og Kristján eru tveir hæstu leikmenn 1. deildarinnar í blaki báðir vel yfir 2 metra að hæð. Faðir þeirra Valdimar Hafsteinsson spilar einnig blak með Hamri en  Hamarsmenn skelltu sér norður á dögunum og tóku þátt í Haustmóti KA. Þeir urðu að játa sig sigraða fyrir KA mönnum þrátt fyrir góð tilþrif enda bæði hæðar- og aldursmunur umtalsverður ;-)