KA liðið virðist sterkt í vetur og til alls líklegt. Liðið er nánast eins skipað og í fyrra en þó hafa nokkrir leikmenn bæst í hópinn m.a. ungir KA menn. Þá hefur liðið fengið til sín þýskan leikmann Ulrich Frank Wohlrab (Till) sem hefur mest spilað strandblak en er engu að síður sterkur leikmaður og mjög hávaxinn eða 201 cm að hæð. Davíð Búi Halldórsson leikmaður KA verður reyndar ekki með í kvöld og er það skarð fyrir skildi en engu að síður er KA liðið sterkt. Það verður spennandi að sjá hvað KA menn gera um helgina gegn meisturm síðasta árs um helgina og eru blakáhugamenn hvattir til að mæta.