KA-menn eru nú á toppnum í blakinu eftir tvo góða sigra á Stjörnunni um helgina. Á föstudagskvöld vann KA nokkuð öruggan 3-1 sigur og í dag endurtóku þeir leikinn þótt sigurinn hafi verið mun torsóttari.
KA vann fyrstu hrinuna 25-23 eftir að hafa leitt allan tímann. Stjörnumenn voru líklegir til að taka hrinuna í lokin þegar KA gerði slatta af kjánalegum mistökum sem fengu Marek þjálfara til að rífa hár sitt og skegg í bræði. Smá dramatík og nokkuð hafarí í kringum dómgæsluna gerðu útslagið fyrir KA sem náði að landa naumum sigri.
Önnur hrina var hnífjöfn allan tímann og skiptust liðin á að hafa forustuna. KA-menn voru í ágætu stuði framan af en þegar leið á hrinuna virtust menn ekki getað höndlað spennuna almennilega og Stjarnan tók frumkvæðið. KA var lítið að gera en nokkur afdrifarík mistök í sóknarleik Stjörnunnar reddaði okkar mönnum stigum. Jafnt var á öllum tölum frá 18-18 upp í 23-23 en þá loks náði Stjarnan að skera sig frá KA og tapaðist hrinan því 23-25.
KA rankaði við sér í þriðju hrinunni og hafði yfir frá byrjun. Smá hökt kom á kafla en eftir stutt leikhlé komst liðið
aftur á beinu brautina og vann að lokum örugglega 25-19.
Strákarnir fóru erfiðu leiðina til að klára leikinn. Þeir byrjuðu mjög illa í fjórðu hrinunni en smám saman náðu
þeir Stjörnunni og tóku svo öll völd og komust í 24-20. Þá kom skelfilegur kafli og Stjarnan jafnaði 24-24. Piotr tók þá smass
sem dældaði gólfið og Ulrich átti svo flotta blokk til að klára leikinn. 3-1 sigur því staðreynd og KA-menn taplausir á toppi
deildarinnar.
Stig leikmanna (smass-blokk-uppgjöf):
Piotr Kempisty
|
28
|
18-5-5
|
Hilmar Sigurjónsson
|
13
|
10-1-2
|
Valgeir Valgeirsson
|
11
|
10-1-0
|
Kristján Valdimarsson
|
5
|
5-0-0
|
Filip Szewczyk
|
5
|
4-1-0
|
Ulrich Wohlrab
|
3
|
1-2-0
|
Hafsteinn Valdimarsson
|
2
|
1-1-0
|