Nú er komið að innheimtu æfingagjalda fyrir fyrri önnina. Æfingagjöldin eru kr. 16.000 og verða innheimt í KA-heimilinu á KA-deginum, laugardaginn 11. október n.k. kl. 11 – 14. Þeir sem vilja geta greitt æfingagjöldin inn á reikning blakdeildarinnar: Athugið að boðið er upp á 30% systkynaafslátt ef bæði æfa blak. Einnig er boðið upp á 10% afslátt ef viðkomandi æfir í annarri grein innan KA.
Munið að setja nafn barns í tilvísun og senda kvittun á netfangið fanney@intrum.is
Glaðningur fylgir öllum greiddum æfingagjöldum og nýjir iðkendur fá blakbolta.
Við minnum ykkur á að WC-pappírs- og eldhúsrúllusalan er alltaf í gangi og þið getið ráðstafað inneignum vegna pappírssölu á móti æfingagjöldum en þá þurfið þið að mæta til að afhenda kvittanir fyrir greiðslu á pappírnum. Í þeim tilfellum er ekki nóg að leggja mismuninn inn á reikninginn.
Fjáröflun
WC-pappír er hægt að fá í Endurvinnslunni eins og áður á kr 5.000 ballann og eldhúsrúllur á kr. 3.000 ballann. Þið greiðið strax og seljið svo pakkann fyrir sömu upphæð eins og ávallt. Hluti af ágóðanum rennur til reksturs blakdeildarinnar auk þess sem hver seldur balli af WC pappír gefur kr. 800 fyrir iðkandann og kr. 500 fyrir eldhúsrúllurnar – þeim fjárhæðum er svo hægt að ráðstafa til lækkunar á æfingagjöldum og kostnaði við keppnisferðir. Kvittanir gilda sem inneignarnótur þannig að mikilvægt er að geyma þær vel.
Við viljum einnig hvetja ykkur til að hafa samband við yngriflokkaráðið ef þið hafið einhverjar góðar hugmyndir að fjáröflun.
Formaður yngriflokkaráðs Blakdeildar KA
Harpa Ævarsdóttir
harpaae@mi.is