KA - vann seinni leikin 3-1

Laugardagur 18. okt - Digranes

KA vann HK öðru sinni á tveimur dögum en sigurinn var langt því frá auðveldur og HK menn voru KA mönnum erfiðir. Nokkur haustbragur var á KA liðinu tveimur fyrstu leikjum vetrarins en vonandi slípast liðið þegar á líður.

KA hóf leikinn betur og komst í 8-12. HK tók leikhlé og freistaði þess að snúa leiknum sér í hag, það gekk ekki og Piotr skoraði grimmt úr uppgjöfum og kom KA í 8-15. HK tók aftur hlé og KA menn skiptu um leikmann þar sem gamla kempan Haukur Valtýsson kom inn fyrir Filip í uppspilið. HK náðu aðeins að saxa á KA,  en eftir leikhlé KA manna kláraði KA hrinuna nokkuð örugglega 20-25. Önnur hrina byrjaði jafnt en KA seig fram úr og komst í 13-16.  Haukur kom þá aftur  inná fyrir Filip.  HK menn náðu að saxa á KA menn með því að þétta hávörnina hjá sér og lokuðu á sókarmenn KA á tímabili. Náðu þeir að jafna leikinn 20-20 og var jafnt á öllum tölum.  Í lokin átti Hafsteinn 2 mikilvæg miðjusmöss og KA innbyrti baráttusigur í hrinunni 27-29. Í þriðju hrinu var jafnt fram undir 10 stig en þá seig KA framúr og komst í 13-18. HK gafst ekki upp og héldu í við KA og náðu að jafna með mikilli baráttu í stöðunni 22-22. HK drengir voru svo sterkari í lokin og skelltu KA 25-23 og staðan því 1-2 fyrir KA.   Fjórða hrina var eign KA manna að mestu leiti og ætluðu þeir ekki að hleypa HK nær en orðið var.  Komst KA strax yfir og náði góðri forustu.  Piotr fór mikinn í uppgjöfum sem HK menn áttu í mesta basli með og kom KA í 13-20. Í lokin sýndi KA glæsilega baráttu í björgun þar sem boltinn var sóttur langt út fyrir völl og stigið unnið. Lauk hrinunni 16-25.

 

Eins og áður sagði var nokkur haustbragur var á KA liðinu í þessum tveimur fyrstu leikjum vetrarins sem væntanlega slípast af þegar á líður. Stigahæstir í leikjunum voru Piotr, Hilmar og Hafsteinn.  Nýliðinn Ulrich komst ágætlega inn í leikina og gaman var að sjá Hauk Valtýsson spila með unglingunum.  Liðið var þannig skipað:  Piotr Slawomir Kempisty, Filip Pawel Szewczyk, Hilmar Sigurjónsson, Hafsteinn Valdimarsson , Árni Björnsson , Ulrich Frank Wohlrab, Haukur Valtýsson og Valgeir Valgeirsson.