KA tók á móti Þrótti Reykjavík í KA heimilinu á laugardag bæði í karla- og kvennaflokki. Karlaliðið steig
stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum með 3-1 sigri en liðið er nú efst í MIKASA deildinni þegar þrjár
umferðir eru eftir.
Kvennaliðið vann einnig sinn leik eftir mikinn barning og tryggði sig þar með inn í úrslitakeppnina.
KA-Þróttur 3-1 (25-15, 25-13, 14-25, 25-21)
Liðsmenn KA með Filip og Piotr fremsta í flokki byrjuðu með flugeldasýningu og völtuðu yfir Þróttara í fyrstu tveimur hrinunum.
Sóknarleikurinn var afbragð og Hilmar náði tveimur boltum upp úr gólfinu, sem verður að teljast til tíðinda. Mikil værð kom yfir KA
í næstu hrinu og eftir jafna byrjun fór allt í baklás hjá KA. Móttaka og sókn var eins og hjá 3. deildar öldungum og
Þróttur gekk á lagið. Lokahrinan var í höndum KA allan tímann en óteljandi mistök þeirra hleypu Þrótturum nærri.
Lið KA sýndi sínar bestu og verstu hliðar í þessum leik. Fyrri tvær hrinurnar voru feykivel spilaðar og mikill kraftur í leikmönnum. Seinni
tvær voru mjög daprar og í þeim komu 80% af stigum Þróttar eftir klúður hjá KA-mönnum sem virtust hreinlega orðnir þreyttir.
Það verður samt að taka fram að lykilmenn KA hafa æft mjög stíft síðustu daga og ætla að vera í fantaformi þegar kemur að
úrslitakeppninni.
Stig KA í leiknum:
Nafn
|
Stig
|
S-B-U
|
Piotr
|
24
|
17-6-1
|
Valur
|
12
|
6-5-1
|
Hilmar
|
10
|
7-2-1
|
Davíð Búi
|
6
|
4-0-2
|
Daníel
|
6
|
5-1-0
|
Filip
|
6
|
3-3-0
|
Fannar
|
2
|
2-0-0
|
KA-Þróttur 3-2 (25-23, 25-19, 18-25, 22-25, 15-7)
Kvennaleikurinn var þrælspennandi og mjög langur enda voru stelpurnar alveg búnar í leikslok. KA byrjaði vel en þegar á leið fóru
Þróttarar að berjast af krafti og jöfnuðu leikinn. KA landaði síðustu hrinunni nokkuð léttilega en Þróttarar virtust sprungnir.
Liðið var ekki að spila eins og það best getur og leikmenn gerðu sig seka um of mörg mistök. Mikið munaði um að Hulda Elma var ekki með en
Guðrún tók upp hanskann fyrir hana og átti sinn besta leik í vetur. Liðið á nú eftir þrjá leiki í deildinni, útileik
gegn Ými og heimaleiki gegn Fylki og HK.
Stig KA í leiknum:
Nafn
|
Stig
|
S-B-U
|
Auður Anna
|
20
|
13-3-4
|
Birna
|
17
|
12-1-4
|
Guðrún
|
13
|
6-1-6
|
Una
|
12
|
9-0-3
|
Harpa
|
4
|
0-0-4
|
Eva
|
1
|
1-0-0
|
Freydís
|
1
|
0-1-0
|