KA komið í undanúrslit

Karlalið KA var í eldlínunni um helgina þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Bridgestonebikarsins. Sex lið börðust um tvö laus sæti en kvennalið KA var þegar búið að tryggja sitt sæti í undanúrslitunum.
KA strákarnir rúlluðu yfir alla andstæðinga sína og verða því í Laugardalshöllinni 13. mars þegar undanúrslitin fara fram. Stelpurnar verða þar líka og er ástæða fyrir Eyfirðinga, Þingeyinga, Ólsara og fleiri að fjölmenna í Höllina.


Leikir KA um helgina voru þessir:

Fös   19:30   Hamar
Fös   21:30   UMFG
Lau    9:30    Þróttur Neskaupstað
Lau   12:30   Hrunamenn
Lau   14:30   HK

KA vann bæði Hamar og UMFG mjög örugglega í  2-0. Þróttur og Hrunamenn voru engin fyrirstaða og vann KA bæði liðin 2-0. Leikurinn við HK var sá jafnasti en KA vann þó nokkuð örugglega 2-0.