Kvennalið KA tapaði 3-0 (25-19, 25-16, 25-19) fyrir Þrótti Neskaupstað um helgina. Þrátt fyrir öruggan sigur Þróttar stóðu KA stúlkur sig með ágætum lengst af og veittu Þrótti verðuga keppni.
KA mætti á Neskaupstað með nokkuð vængbrotið lið. Guðrún Jónsdóttir var meidd, Eva Sigurðardóttir veik, og Birna Baldursdóttir og Hulda Elma Eysteinsdóttir voru ekki með. Hins vegar spilaði nú í fyrsta sinn með KA liðinu Freydís Ósk Hjörvarsdóttir sem áður spilaði með Þrótti Þeskaupstað. Freydís er fædd 19 ára og er öflugur leikmaður sem á m.a. nokkra unglingalandliðsleiki að baki.KA liðið hélt í við Þrótt Nes lengst af fyrstu hrinunni og virtist góð spilamennska hins unga KA liðs koma Þrótti nokkuð á óvart. Þróttarar gáfu þó í í lok hrinunnar og þeirra reyndustu leikmenn Zaharina Filipova og Miglena Apostol drógu vagninn.
Þróttaraliðið kom ákveðið til leiks í annarri hrinu, búið að átta sig á að þær þurftu að halda vel á spöðunum til að klára lið KA. Þróttur spilaði af krafti og m.a. átti Helena Kristín hjá Þrótti marga góða skelli og fór svo að Þróttur vann hrinuna örugglega 25-16.
KA stúlkur byrjuðu 3 hirnuna af krafti og héldu í við Þrótt lengi framan af. Una Heimis átti nokkrar góðar laumur í gólf og Auður Jóns skellt af krafti bæði í fram og afturlínu. Marek leyfði nokkrum kornungum leikmönnum KA að spreyta sig Ásta Harðardóttir, Sunna Valdimarsdóttir og Dýrleif Sigmundsdóttir áttu stuttar innkomur í leikinn. Það fór svo að Þróttur seig fram úr þegar leið á hrinuna þrátt fyrir góða baráttu KA og vann 25-19 og leikinn 3-0.
Leikurinn var mikilvægur fyrir KA liðið sem þarf að læra að bjarga sér án þess að treysta um of á reynsluboltana Birnu og Huldu Elmu. Ekki er nokkur vafi á því að stigin voru miklvæg skref í þá átt í leiknum.
Auður Anna Jónsdóttir var stigahæst hjá KA 10 stig og Una Margrét var með 8.Hjá Þrótti var Zaharina Filipova með 10 stig og þær Miglena Apostol og Helena Kristín voru með 9 stig. Með sigrinum komst Þróttur Nes. að hlið HK í efsta sætið með 12 stig en HK á leik til góða. Fylkir er í þriðja sæti með 10 stig – jafn mörg og KA, sem er í fjórða sæti, en á leik til góða.