M.fl. karla í blaki bikarmeistarar, stelpurnar biðu lægri hlut

Kátir og hressir með bikarinn.
Kátir og hressir með bikarinn.
Í dag tryggði mfl. karla í blaki sér bikarmeistaratitil í blaki. Okkar menn öttu kappi við Stjörnuna og báru sigur úr bítum 3 - 2 í úrslitaleiknum sem fram fór í Laugardagshöllinni fyrr í dag. Við óskum strákunum til hamingju með árangurinn! Stelpurnar spiluðu einnig til úrslita í dag við HK, en töpuðu leiknum 3-1. Móttaka bikarmeisturunum til heiðurs verður haldin kl 17:30 á morgun mánudag í KA - Heimilinu. Vonumst til að sjá sem flesta!