KA deildarmeistari karla

Karlalið KA tryggði sér á föstudag deildarmeistaratitilinn í blaki með 3-0 sigri á Þrótti. Langt er síðan liðið vann þennan titil síðast, svo langt að menn muna hreinlega ekki hvort það var 1993 eða 1994. Sigurinn var kærkominn enda búið að bíða lengi eftir titli. Á laugardag tapaði KA svo fyrir Stjörnunni 1-3 en sá leikur skipti engu.
Stelpurnar spila við topplið HK á sunnudag kl 14 og svo verða bæði liðin í eldlínunni um næstu helgi þegar undanúrslit og úrslit Bridgestonebikarsins fara fram í Laugardalshöll.

Leikir KA um helgina:

Þróttur-KA: 0-3 (18-25, 14-25, 18-25)

Stjarnan KA: 3-1 (26-28, 25-11, 25-20, 25-17)