KA mætir Völsung í undanúrslitum - Miðasala hafin

Blak
KA mætir Völsung í undanúrslitum - Miðasala hafin
Stelpurnar stefna á að verja Bikarmeistaratitilinn

Kvennalið KA í blaki leikur til undanúrslita í Kjörísbikarnum á föstudaginn er liðið mætir Völsung klukkan 17:00 í Digranesi í Kópavogi. KA er ríkjandi Bikarmeistari eftir sigur í keppninni árið 2019 en vegna Covid var ekki leikið í bikarnum í fyrra.

Miðasala er hafin á leikinn og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta í Kópavoginn og styðja stelpurnar áfram í sjálfan úrslitaleikinn. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Afturelding og HK en úrslitaleikurinn fer fram klukkan 13:00 á sunnudeginum.

Smelltu hér til að kaupa miða á undanúrslitaleik KA

Þegar hlekkurinn er opnaður þarf einungis að bæta miða í körfu og ganga svo frá greiðslu. Frítt er inn fyrir 2005 árg. og yngri. Einungis 60 miðar eru til sölu fyrir ykkar stuðningsmenn á þennan leik. Forsölu lýkur fimmtudaginn 12. mars á miðnætti.
 
Miðahafar verða að skila inn nafni, kt. og símanúmeri ásamt réttu netfangi. Rafræni aðgangsmiðinn birtist í tölvupósti og hann þarf að sýna í miðasölunni. Hægt er að greiða með debet og kredit korti.
 
Nokkrir mikilvægir punktar fyrir helgina:
  1. Það er grímuskylda fyrir áhorfendur í Digranesi. Vinsamlegast virðið það, leikirnir eru sjónvarpaðir og við ætlum að framfylgja þeim reglum sem snúa að sóttvörnum.
  2. Einstaklingsbundnar sóttvarnir - munum mikilvægi þeirra.
  3. Þegar leik er lokið þá verða áhorfendur að yfirgefa húsnæðið sem allra fyrst svo hægt sé að sótthreinsa stúku og aðra sameiginlega snertifleti. Þetta á líka við um þá sem hafa keypt sér miða á næst leik á eftir og gildir ALLA helgina.

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is