Hallgrímur Jónasson hefur gert 4 ára samning við KA. Hallgrímur hefur síðustu ár spilaði í Danmörku og verður mikill og góður liðsstyrkur fyrir komandi átök í Pepsideildinni næsta sumar. Hallgrímur á að baki 16 landsleiki fyrir Íslandshönd og eru þetta miklar gleðifréttir fyrir félagið.
Hallgrímur var tekinn í viðtal hjá KA-TV og má sjá það hér að neðan. Við bjóðum hann velkominn í KA.