Anna Rakel Pétursdóttir leikmaður Íslandsmeistaraliðs Þórs/KA hefur fengið boð um að koma til æfinga hjá úrvalsdeildarliði Göteborg FC í Svíþjóð. Ljóst er að þetta er frábært tækifæri fyrir Önnu Rakel en hún átti magnað sumar í ár og var nýlega valin í fyrsta skiptið í A-landslið Íslands.
Göteborg varð sænskur bikarmeistari 2011 og 2012 og þá komst liðið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu árin 2012 og 2013. Við óskum Önnu Rakel góðs gengis á æfingunum.