Ariana Calderon til liðs við Þór/KA

Við bjóðum Ariönu velkomna! (mynd:Fotbolti.net)
Við bjóðum Ariönu velkomna! (mynd:Fotbolti.net)

Íslandsmeistarar Þór/KA hafa samið við Ariana Calderon. Ariana spilaði með Val í fyrra þar sem hún spilaði 18 leiki og skoraði í þeim 7 mörk og var besti miðjumaður liðsins á síðasta tímabili. Ariana er mjög fjölhæfur leikmaður en hún spilar í fremstu víglínu með landsliði Mexíkó. Natalia Junco mun hinsvegar ekki taka slaginn aftur með Þór/KA næsta sumar.

Donni þjálfari Þórs/KA segist vera mjög spenntur fyrir því að fá Ariönu í hópinn en um leið og var ljóst að Natalia ætlaði að prófa aðra hluti þá var haft samband við Ariönu. Donni segir að hún hafi heillað sig mikið á síðasta tímabili og að hún sé mjög kraftmikill leikmaður, líkamlega sterk og fjölhæf. Hún hafi skilað sínu hlutverki fyrir Val mjög vel og var þeirra besti miðjumaður, enda er það mjög flott að skora 7 mörk sem miðjumaður.

Þá er það líka jákvæður punktur að Ariana þekkir Biöncu og Stephany mjög vel og þær ásamt Nataliu gáfu henni frábær meðmæli. Fleiri fréttir af leikmannamálum Þórs/KA eru væntanlegar fljótlega á nýju ári.