Anna Rakel og Sandra María í landsliðinu

Landsliðshópurinn sem mætir Noregi
Landsliðshópurinn sem mætir Noregi

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því Norska í vináttuleik á La Manga á Spáni 23. janúar. Í landsliðshópnum eru tveir leikmenn Þórs/KA en það eru þær Anna Rakel Pétursdóttir og Sandra María Jessen. Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju með valið.

Sandra María hefur verið í landsliðinu í töluverðan tíma þrátt fyrir ungan aldur og Anna Rakel hefur verið valin áður en hefur ekki náð að spila landsleik en það breytist vonandi í þessu verkefni.