Coerver skólinn á KA-svæðinu 18.-22. júní

Coerver Coaching International Camp verður á KA-svæðinu 18.-22. júní. Þessar frábæru knattspyrnubúðir eru fyrir alla drengi og stúlkur fædd 2004-2010.

Skólinn býður upp á sérhæfðar tækniæfingar og eru frábær viðbót fyrir þá sem ætla sér alla leið í fótboltanum. Tvær æfingar eru á dag, heitur hádegismatur er innifalinn milli æfinga sem og fyrirlestur um mataræði og hugarfar knattspyrnumanna.

Skólinn hefur mjög færa erlenda og íslenska þjálfara en meðal annars koma þjálfarar sem sjá um tækniþjálfun efnilegustu leikmanna hjá Bayern München og FC Nurnberg. Yfirþjálfari skólans er Heiðar Birnir Torleifsson.

Verð fyrir námskeiðið er 27.000 krónur. Verð fyrir annað barn er 20.000 krónur, skráning fer fram á http://ka.felog.is