Þrjár úr Þór/KA í A-landsliðinu

Stelpurnar eiga tækifærið skilið (mynd Sævar Geir)
Stelpurnar eiga tækifærið skilið (mynd Sævar Geir)

Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu tilkynnti í dag hópinn fyrir leikinn gegn Slóveníu í undankeppni HM 2019. Þór/KA á hvorki fleiri né færri en þrjá fulltrúa í hópnum en það eru þær Anna Rakel Pétursdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Sandra María Jessen.

Virkilega jákvætt að sjá okkar stelpur fá tækifærið og það fyrir svona mikilvægan leik en leikurinn gegn Slóveníu verður þann 11. júní og fer Pepsi deildin í frí á meðan landsliðið undirbýr sig fyrir leikinn. Ísland vann fyrri viðureign liðanna sem fram fór í Slóveníu 0-2 og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Rakel Hönnudóttir mörk Íslands í leiknum.

Með sigri gegn Slóvenum verður Ísland í efsta sæti riðilsins þegar 6 umferðir verða búnar og aðeins tveir leikir eftir. Efsta sætið fer beint á HM en ekki er öruggt að liðið í 2. sæti fari í umspil, það eru því mjög mikilvæg stig í húfi gegn Slóvenum.

LIÐLUJTM+/-S
01 Þýskaland Þýskaland
6 5 0 1 28 : 3 25 15
02 Ísland Ísland
5 4 1 0 19 : 3 16 13
03 Tékkland Tékkland
5 2 1 2 13 : 6 7 7
04 Slóvenía Slóvenía
5 1 0 4 5 : 16 -11 3
05 Færeyjar Færeyjar
5 0 0 5 0 : 37 -37 0