Þór/KA hefur leik í Pepsi Max deildinni í kvöld er liðið sækir stórlið Vals heim kl. 18:00 á Origo-völlinn. Báðum liðum er spáð toppbaráttu og má búast við hörkuleik eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Liðin mættust nýverið í Lengjubikarnum þar sem Arna Sif Ásgrímsdóttir kom Þór/KA yfir en Valskonur svöruðu með tveimur mörkum og unnu 2-1 sigur.
Stelpurnar áttu góðu gengi að fagna í Lengjubikarnum á undirbúningstímabilinu og fóru alla leið í undanúrslitin þar sem liðið þurfti að sætta sig við grátlegt tap gegn Breiðablik í vítaspyrnukeppni. Valskonur fóru hinsvegar í úrslitin þar sem þær töpuðu gegn Breiðablik.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á leikinn í kvöld og styðja okkar lið en fyrir þá sem ekki komast á völlinn verður leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport, áfram Þór/KA!