KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta heimaleik sumarsins á morgun, sunnudag, kl. 16:00. Strákarnir eru nýkomnir áfram í bikarkeppninni og ætla sér sigur á stórliði Vals með ykkar aðstoð!
Við ætlum að taka morgundaginn snemma og hvetjum ykkur eindregið til að mæta norðan við völlinn þar sem hamborgarar, drykkir og KA varningur verður til sölu. Hægt er að leggja við Glerártorg eða við Glerárgötu. Við þurfum á ykkur að halda til að tryggja 3 stig á morgun, áfram KA!