Um helgina fer fram hið árlega Greifamót KA þar sem stelpur í 7. flokki leika listir sínar í fótbolta. Mótið er gríðarlega skemmtilegt en þarna taka margar stelpur sín fyrstu skref í fótboltanum og má með sanni segja að gleðin sé allsráðandi.
Smelltu hér til að fara á heimasíðu mótsins
Mótið hefst á laugardaginn en leikið er í fjórum styrkleikum. Liðin í gulu og rauðu deildinni spila fyrir hádegi en á sama tíma fara liðin í grænu og bláu deildinni í Borgarbíó á myndina Leynilíf Gæludýra 2. Við tekur svo hádegismatur í Lundarskóla áður en liðin skipta um hlutverk og fara þá liðin í gulu og rauðu deildinni í bíó á meðan græna og bláa deildin leika listir sínar.
Sýnishorn úr myndinni Leynilíf Gæludýra 2
Klukkan 17:30 - 19:00 er kvöldmatur í Lundarskóla áður en hópurinn kemur saman kl. 19:30 í skemmtilega kvöldvöku í KA-Heimilinu þar sem Eva Reykjalín danskennari mun halda uppi stuðinu.
Á sunnudeginum leika svo deildirnar til skiptis með smá pásu fyrir hádegismat þar sem pizzur frá Greifanum verða á boðstólnum. Áætluð mótslok eru í kringum 14:00 og fá allir þátttakendur verðlaunapening auk þess sem liðin sem standa uppi sigurvegari í hverri deild fyrir sig fá bikar.
Deildunum er skipt eftirfarandi, öll lið fá 7 leiki á mótinu.
Gula deildin | Rauða deildin | Græna deildin | Bláa deildin |
KA 1 | Fjölnir 2 | KR 3 | Fjölnir 3 |
Fjölnir 1 | Grótta 1 | Grótta 3 | Grótta 4 |
KR 1 | Grótta 2 | KA 3 | Haukar 2 |
Víkingur 1 | Haukar 1 | KA 4 | Höttur 2 |
Þór 1 | Höttur 1 | Víkingur 4 | ÍR 2 |
Þróttur 1 | ÍR 1 | Víkingur 5 | KA 5 |
KA 2 | Þór 3 | KA 6 | |
KR 2 | Þróttur 3 | KR 4 | |
Víkingur 2 | Víkingur 6 | ||
Víkingur 3 | Víkingur 7 | ||
Þór 2 | Þór 4 | ||
Þróttur 2 | Þróttur 4 |
Dagskrá
Föstudagur 21. júní:
21:00-22:00 Móttaka liða í KA-Heimilinu, Lundarskóli opnar klukkan 18:00.
22:15 Þjálfara og fararstjórafundur í KA-Heimilinu
Laugardagur 22. júní:
7:30-9:00 Morgunmatur í Lundarskóla
9:00-12:00 Leikir hjá Gulu og Rauðu deildinni
10:00 Bíó hjá Grænu og Bláu deildinni
11:30-13:00 Hádegismatur í Lundarskóla
13:00-16:00 Leikir hjá Grænu og Bláu deildinni
13:30 Bíó hjá Gulu og Rauðu deildinni
17:30-19:00 Kvöldmatur í Lundarskóla
19:30-20:15 Kvöldvaka í KA-Heimilinu
20:30 Þjálfara og fararstjórafundur í KA-Heimilinu
Sunnudagur 23. júní:
7:30-9:00 Morgunmatur í Lundarskóla
9:00-14:00 Leikir hjá öllum deildum
11:30-12:30 Hádegismatur í Lundarskóla
14:00 (um það bil) Mótslok