Iðunn og Ísabella eru í hópnum ásamt Taníu
N1 og KSÍ standa að metnaðarfullri hæfileikamótun og hefur Lúðvík Gunnarsson yfirmaður verkefnisins nú valið 66 efnilegar stelpur fæddar árin 2005 og 2006. Stelpurnar munu koma saman í Kórnum í Kópavogi dagana 14.-15. september og fá þar faglega þjálfun sem mun klárlega gagnast þeim í framtíðinni.
Alls eru þrjár stelpur úr KA í hópnum en það eru þær Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Ísabella Júlía Óskarsdóttir og Tanía Sól Hjartardóttir. Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis á komandi æfingum.
Helstu markmið Hæfileikamótunar N1 og KSÍ:
- Fjölga þeim leikmönnum sem fylgst er með.
- Fylgjast með yngri leikmönnum en áður og undirbúa þá fyrir hefðbundnar landsliðsæfingar.
- Koma til móts við minni staði á landsbyggðinni og mæta þeirra þörfum.
- Koma til móts við leikmenn stærri félaga á höfuðborgarsvæðinu sem að öllu jöfnu væru ekki valdir á landsliðsæfingar.
- Bæta samskipti við aðildarfélögin og kynna fyrir þeim stefnu KSÍ í landsliðsmálum.
- Undirbúa leikmenn enn betur til þess að mæta á landsliðsæfingar seinna með fræðslu