Fréttir

Afmælistreyja Íslandsmeistaratitils KA 1989

Í tilefni 30 ára afmælis Íslandsmeistaratitils KA í knattspyrnu er nú komin í sölu glæsileg afmælisútgáfa af varatreyju KA liðsins árið 1989. Á treyjunni er áletruð úrslit KA í lokaumferðinni sem og dagssetning leiksins

Jólabingó yngriflokka KA á sunnudaginn

Yngri flokkar KA í knattspyrnu verða með stórskemmtilegt jólabingó í Naustaskóla sunnudaginn 24. nóvember næstkomandi klukkan 14:00. Þessi fjáröflun hefur slegið í gegn undanfarin ár og eru að sjálfsögðu allir velkomnir á þennan skemmtilega viðburð

KA lagði Breiðablik að velli í Bose mótinu

KA lék sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu í gær er liðið sótti Breiðablik heim í Bose mótinu. Liðin leika í 1. riðli en einnig eru Stjarnan og Valur í þeim riðli. Aðeins efsta liðið fer áfram í úrslitaleikinn og því skiptir hver leikur ansi miklu máli í þeirri baráttu

Bose mótið hefst á morgun, Breiðablik - KA

KA tekur þátt í Bose mótinu í ár og er fyrsti leikur liðsins á morgun gegn Breiðablik á Kópavogsvelli klukkan 14:00. KA leikur í riðli 1 en þar leika KA, Breiðablik, Stjarnan og Valur. Aðeins efsta liðið mun fara áfram og leikur úrslitaleik gegn efsta liðinu í riðli 2

Einar Ari á úrtaksæfingar U17

Einar Ari Ármannsson hefur verið valinn á úrtaksæfingar hjá U17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu. Strákarnir munu æfa dagana 25.-27. nóvember næstkomandi í Skessunni í Hafnarfirði undir stjórn Davíðs Snorra Jónassonar þjálfara landsliðsins

Tómas og Áki framlengja við KA

Knattspyrnudeild KA framlengdi í dag samninga sína við þá Áka Sölvason og Tómas Veigar Eiríksson. Báðir eru þeir uppaldir hjá félaginu og eru þetta afar jákvæðar fréttir en strákarnir eru flottir karakterar og miklir félagsmenn

Karen María með glæsimark fyrir U19

Karen María Sigurgeirsdóttir leikmaður Þórs/KA gerði sér lítið fyrir og skoraði glæsilegt mark fyrir U19 ára landslið Íslands í knattspyrnu sem lagði Svía tvívegis að velli í æfingaleikjum í vikunni. Báðir leikirnir fóru fram í Fífunni í Kópavogi

Rodrigo Gomes til liðs við KA

Rodrigo Gomes Mateo hefur skrifað undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild KA. Rodrigo er þrítugur Spánverji sem kemur til KA frá Grindavík þar sem hann hefur leikið frá árinu 2015. Hann hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá Grindvíkingum og lék alls 92 leiki fyrir félagið

Hákon og Einar í verkefnum með U15 og U17

Hákon Orri Hauksson og Einar Ari Ármannsson tóku á dögunum þátt í landsliðsverkefnum en Hákon Orri var valinn í U15 en Einar Ari í U17. U15 ára landsliðið tók þátt í UEFA Development móti í Póllandi þar sem strákarnir mættu Póllandi, Rússlandi og Bandaríkjunum

Brynjar Ingi valinn í U21 landsliðið

Brynjar Ingi Bjarnason varnarmaður KA hefur verið valinn í U21 árs landslið Íslands sem undirbýr sig fyrir leiki gegn Ítalíu og Englandi á næstu dögum. Brynjar sem verður tvítugur í desember lék 14 leiki með KA liðinu í deild og bikar í sumar og á þetta tækifæri svo sannarlega skilið