KA Podcastið heldur áfram göngu sinni og að þessu sinni fær hann Hjalti Hreinsson þá Ívar Örn Árnason og Halldór Jón Sigurðsson (Donna) í skemmtilegt spjall. Bæði KA og Þór/KA unnu leiki sína um helgina og voru þeir félagar því eðlilega léttir og glaðir í spjallinu í Árnastofu.
Ívar Örn sem hefur komið af krafti inn í lið KA ræðir innkomuna inn í KA-liðið, lánstímann hjá Víkingi Ólafsvík sem og Bandaríska háskólaboltann þar sem hann hefur leikið listir sínar undanfarin ár.
Donni fer yfir sumarið hjá Þór/KA og þau verkefni sem upp hafa komið. Hann er spenntur fyrir því að klára sumarið af krafti og halda áfram að gefa ungum leikmönnum tækifærið.
Þá minnum við á að þátturinn er aðgengilegur á Podcast veitu iTunes.