26.10.2019
Aron Dagur Birnuson markvörður KA hefur verið valinn í æfingahóp U21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu sem mun leika gegn Ítalíu og Englandi á næstunni. Aron Dagur stóð sig mjög vel með KA liðinu í sumar og á því tækifærið svo sannarlega skilið
21.10.2019
Halldór Jón Sigurðsson eða Donni eins og hann er iðulega kallaður mætir í KA Podcastið og gerir upp þriggja ára tíma sinn með Þór/KA. Auk þess spjallar hann um innkomu sína inn í þjálfarateymi karlaliðs KA um mitt sumar og er alveg ljóst að enginn ætti að láta þennan þátt framhjá sér fara
21.10.2019
Karen María Sigurgeirsdóttir var í dag valin í U19 ára landslið Íslands í knattspyrnu sem mun mæta Svíþjóð dagana 5. og 7. nóvember næstkomandi. Karen María er fastamaður í liðinu og skoraði meðal annars gott mark á dögunum er liðið tryggði sér sæti í milliriðlum á EM
17.10.2019
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir var í dag valin á úrtaksæfingar U-16 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu. Hópurinn mun koma saman dagana 30. október til 1. nóvember þar sem æft verður stíft auk þess sem að farið verður yfir hina ýmsu hluti með stelpunum
10.10.2019
Á dögunum voru valdir lokahópar U15 og U17 ára landsliða karla í knattspyrnu og þar á KA tvo fulltrúa. Þetta eru þeir Hákon Orri Hauksson (U15) og Einar Ari Ármannsson (U17). Það eru spennandi verkefni framundan hjá landsliðunum og óskum við strákunum til hamingju með valið
10.10.2019
Karen María Sigurgeirsdóttir lék með U19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem lék í undankeppni EM 2020. Undankeppnin fór fram hér á Íslandi en auk Íslands kepptust Spánn, Grikkland og Kasakstan um sæti í milliriðlum keppninnar
07.10.2019
Strákarnir í 4. flokki gerðu sér lítið fyrir og urðu B-Íslandsmeistarar í knattspyrnu á dögunum. Úrslitariðillinn var leikinn á KA-velli og mættu strákarnir liði Breiðabliks, Þrótti Reykjavík og HK í baráttunni um titilinn
07.10.2019
Errea og Knattspyrnu- og blakdeild KA kynntu í gær nýja keppnistreyju KA sem og æfinga- og frístundafatnað. Dagurinn var einkar vel heppnaður og komu fjölmargir iðkendur KA með foreldrum sínum til að skoða sem og panta fatnað sem er á sérstöku forpöntunartilboði fram á miðvikudag
06.10.2019
Andri Hjörvar Albertsson hefur verið ráðinn aðalþjálfara mfl. Þórs/KA til næstu þriggja ára. Andri Hjörvar tekur við starfinu af Halldóri Jóni Sigurðssyni, sem verið hefur þjálfari liðsins undanfarin þrjú ár
04.10.2019
Athugið að vegna veðurs hefur dagurinn verið færður af laugardeginum og yfir á sunnudag! Knattspyrnudeild KA og Errea á Íslandi hafa komist að samkomulagi og munu allir flokkar deildarinnar leika í búningum frá Errea næstu fjögur árin. Í tilefni af samkomulaginu verður pöntunar- og kynningardagur Knattspyrnudeildar KA og Errea á morgun, laugardag, í KA heimilinu