Miðjumaðurinn Ólafur Aron Pétursson skrifaði undir nýjan samning við KA sem gildir út árið 2019. Þetta eru miklar gleðifregnir enda hefur Ólafur Aron verið öflugur í sumar og komið við sögu í 8 leikjum af 11 í Pepsi deildinni og þá lék hann einnig eina Bikarleik KA í sumar.
Ólafur sem er fæddur árið 1995 er uppalinn í KA og hefur leikið alls 35 leiki fyrir félagið og gert í þeim 3 mörk. Hér fyrir neðan má sjá glæsilegt mark Ólafs gegn Leikni Fáskrúðsfirði á síðasta tímabili.