Ólafur Aron með nýjan samning við KA

Ólafur og Tufa handsala nýjan samning
Ólafur og Tufa handsala nýjan samning

Miðjumaðurinn Ólafur Aron Pétursson skrifaði undir nýjan samning við KA sem gildir út árið 2019. Þetta eru miklar gleðifregnir enda hefur Ólafur Aron verið öflugur í sumar og komið við sögu í 8 leikjum af 11 í Pepsi deildinni og þá lék hann einnig eina Bikarleik KA í sumar.

Ólafur sem er fæddur árið 1995 er uppalinn í KA og hefur leikið alls 35 leiki fyrir félagið og gert í þeim 3 mörk. Hér fyrir neðan má sjá glæsilegt mark Ólafs gegn Leikni Fáskrúðsfirði á síðasta tímabili.