Kvennalið Þórs/KA á risaleik í dag þegar liðið sækir Bikarmeistara Breiðabliks heim í 11. umferð Pepsi deildar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og hvetjum við alla sem geta til að mæta og hvetja stelpurnar til sigurs. Fyrir ykkur sem ekki komist þá verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þarna mætast toppliðin í deildinni og ljóst að úrslit þessa leiks munu hafa ansi mikið að segja upp á framhaldið í deildinni. Með sigri í dag ná stelpurnar 7 stiga forskoti á Breiðablik og 6 stiga forskoti á Stjörnuna sem situr í 2. sæti sem stendur þegar 7 umferðir væru eftir af deildinni.
Hinsvegar myndu Blikastúlkur setja toppbaráttuna í algjört uppnám nái þær sigri því þá væri forskot Þórs/KA á toppnum aðeins 1 stig og Stjörnustúlkur aðeins 3 stigum á eftir.
Þetta er síðasti leikurinn fyrir langt EM hlé en kvennalandslið Íslands er á leiðinni til Hollands á EM og því mikilvægt að ná að viðhalda forskotinu fyrir hléið. Ekki missa af þessum leik og áfram Þór/KA!
FÉLAG | L | U | J | T | MÖRK | NET | STIG | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Þór/KA | 10 | 9 | 1 | 0 | 23 - 4 | 19 | 28 |
2 | Stjarnan | 11 | 8 | 1 | 2 | 30 - 10 | 20 | 25 |
3 | Breiðablik | 10 | 8 | 0 | 2 | 26 - 4 | 22 | 24 |
4 | ÍBV | 10 | 7 | 1 | 2 | 20 - 8 | 12 | 22 |
5 | Valur | 10 | 6 | 1 | 3 | 26 - 10 | 16 | 19 |
6 | FH | 10 | 4 | 0 | 6 | 11 - 17 | -6 | 12 |
7 | Grindavík | 10 | 3 | 0 | 7 | 8 - 29 | -21 | 9 |
8 | KR | 11 | 2 | 0 | 9 | 7 - 27 | -20 | 6 |
9 | Fylkir | 10 | 1 | 1 | 8 | 5 - 22 | -17 | 4 |
10 | Haukar | 10 | 0 | 1 | 9 | 5 - 30 | -25 | 1 |