KA tekur á móti Breiðablik í 12. umferð Pepsi deildar karla í dag á Akureyrarvelli klukkan 17:00. KA vann glæsilegan 6-3 sigur á ÍBV í síðustu umferð og situr fyrir leikinn í 5. sæti deildarinnar með 15 stig.
Breiðablik situr hinsvegar í 9. sætinu með 12 stig og þetta er því algjör sex stiga leikur fyrir liðin. Liðin mættust einmitt í fyrstu umferð deildarinnar í Kópavogi og vann KA þá glæsilegan 1-3 sigur þar sem að Darko Bulatovic skoraði á 17. mínútu fyrir KA og áfram héldu KA menn að skora þegar Elfar Árni Aðalsteinsson tvöfaldaði forystuna á 43. mínútu og hálfleikstölur 0-2. Ásgeir Sigurgeirsson kláraði leikinn svo endanlega með laglegu marki á 67. mínútu. Andri Rafn Yeoman lagaði stöðuna fyrir heimamenn á 70. mínútu en nær komust þeir ekki og KA vann sannfærandi 1-3 sigur.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta á Akureyrarvöll og styðja okkar lið til sigurs, deildin er gríðarlega jöfn og öll stig gríðarlega mikilvæg. Sigur í dag kemur liðinu nær toppbaráttunni og býr til bil frá liðunum í neðri hlutanum, hlökkum til að sjá ykkur og áfram KA!