KA Íslandsmeistari 2002
KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta árið 2002 þegar liðið vann 21-24 sigur á Val í hreinum úrslitaleik að Hlíðarenda. Gleðin var eðlilega mikil í leikslok og svo síðar um kvöldið í KA-Heimilinu eftir heimför liðsins. Þórir Tryggvason tók myndirnar.