Vel heppnað kynningarkvöld Þórs/KA í gær

Almennt
Vel heppnað kynningarkvöld Þórs/KA í gær
Mætingin var til fyrirmyndar í gær

Þór/KA hélt kynningarkvöld í KA-Heimilinu í gær þar sem leikmenn og aðstandendur liðsins voru kynntir fyrir stuðningsmönnum. Þá skrifuðu Stefna, TM og Nettó undir nýja styrktarsamninga við liðið við mikið lófatak hjá þeim fjölmörgu er sóttu kvöldið.


Matthías Rögnvaldsson frá Stefnu og Nói Björnsson stjórnarmaður í Þór/KA


Erna Hrönn Magnúsdóttir fulltrúi TM og Nói Björnsson stjórnarmaður í Þór/KA


Ásgeir Jóhannsson fulltrúi Nettó og Nói Björnsson stjórnarmaður í Þór/KA

Hilda Jana Gísladóttir stýrði dagskránni með glæsibrag og þá fór Donni þjálfari liðsins vel yfir sumarið sem nú er hafið. Það er ljóst að liðið stefnir áfram hátt og verður gaman að fylgjast með liðinu í sínum fyrsta heimaleik í sumar kl. 18:00 á Þórsvelli í kvöld.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is