Útileikur gegn Víkingi Ólafsvík kl. 16:00

Fótbolti
Útileikur gegn Víkingi Ólafsvík kl. 16:00
Lengjubikarinn heldur áfram (mynd: Egill Bjarni)

KA leikur sinn annan leik í Lengjubikarnum í dag er liðið sækir Víking Ólafsvík í Akraneshöllinni klukkan 16:00. Liðin leika í riðli 1 en KA tapaði sínum fyrsta leik 0-1 gegn Íslandsmeisturum Vals í Boganum um síðustu helgi.

Ólafsvíkingar töpuðu hinsvegar 3-0 gegn Aftureldingu í sínum fyrsta leik og eru væntanlega staðráðnir í að svara fyrir það. Leikir KA og Víking Ólafsvík hafa iðulega verið baráttuleikir og verður spennandi að sjá hvernig leikur dagsins spilast.

Því miður verður leikurinn hvergi sýndur en hægt verður að sjá stöðuuppfærslur úr leiknum á Twittersíðu KA, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is