Útileikur gegn FH í undanúrslitum bikarsins

Fótbolti

Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikarsins í kvöld og fékk KA útileik gegn FH þann 1. september næstkomandi klukkan 17:00. Deginum áður mætast Breiðablik og Víkingar í hinum undanúrslitaleiknum og ljóst að gríðarlega spennandi leikir eru framundan á lokastigum Mjólkurbikarsins.

Við hvetjum ykkur eindregið til að taka daginn frá nú þegar því að við þurfum á ykkur öllum að halda til að koma strákunum okkar inn í sjálfan úrslitaleikinn.

KA og FH hafa mæst tvívegis í undanúrslitum bikarsins, fyrst árið 2001 þar sem KA vann 0-3 sigur í Kaplakrika og aftur árið 2004 þar sem KA vann 0-1 sigur á Laugardalsvelli.

Síðan þá hafa liðin mæst þrívegis í bikarnum og hafa FH-ingar unnið þá leiki. Það er þó áhugavert að rýna í innbyrðisleiki liðanna í bikarnum að KA hefur aldrei fengið heimaleik gegn Hafnfirðingum og ekki breytist það í ár.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is