Flýtilyklar
Úrslitakeppnin hefst á sunnudaginn!
Það er heldur betur risaleikur á Greifavellinum á sunnudaginn þegar KA tekur á móti KR í fyrsta leiknum í úrslitakeppninni í Bestu deildinni. Búið er að skipta deildinni upp í efri og neðri hluta en KA endaði í 2.-3. sæti deildarinnar fyrir skiptinguna og spennandi barátta framundan.
Strákarnir eru í harðri baráttu um sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili en það ræðst á laugardaginn hvort að efstu tvö eða efstu þrjú sæti deildarinnar gefa þátttökurétt í Evrópu. Það er þó alveg ljóst að við þurfum að mæta klár í slaginn á sunnudaginn og halda áfram okkar magnaða gengi í sumar.
Það er því eina vitið að taka sunnudaginn frá og fjölmenna í stúkuna til að tryggja þrjú mikilvæg stig. Miðasala er hafin í Stubb og opnar stuðningsmannaaðstaðan klukkutíma fyrir leik. Hlökkum til að sjá ykkur og áfram KA!