Úlfar Örn skrifar undir samning út 2026

Handbolti

Úlfar Örn Guðbjargarson hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild KA út 2026 en Úlfar er afar efnilegur markvörður sem er að koma uppúr yngriflokkastarfi KA.

Úlfar sem verður 18 ára í næsta mánuði hefur þrátt fyrir ungan aldur verið viðloðinn meistaraflokk KA og er nú klár í að taka næsta skref. Auk þess að leika með 3. flokk félagsins hefur hann einnig leikið með meistaraflokksliði Hamranna sem leikur í 2. deild.

Það er ákaflega jákvætt að Úlfar sé búinn að skrifa undir samning og verður spennandi að fylgjast með framgöngu hans næstu árin og óskum við honum sem og handknattleiksdeild KA til hamingju með samninginn.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is