Tvö brons á RIG

Júdó
Tvö brons á RIG
Adam Brands á palli

Reykjavíkurleikarnir (RIG) standa nú yfir en RIG alþjóðlegt mót sem haldið er ár hvert í hinum ýmsu greinum. Í ár var met þátttaka í júdó og hefur þátttaka verið að aukast með árunum en keppendur voru nú um 70.

Júdódeild KA átti 4 keppendur. Árangurinn var í heildina góður en upp úr stóð að Karl Stefánsson og Adam Brands Þórarinsson unnu til bronsverðlauna. Karl í +100 kg flokki og Adam í -90 kg flokki. Óskum við þeim hjartanlega til hamingju með árangurinn.

Gylfi Rúnar Edduson og Berenika Bernat kepptu einnig á leikunum auk þess sem brottfluttir iðkendur deildarinnar stóðu sig vel. Breki Bernharðsson lenti í 3. sæti í -73 kg flokki og Dofri Bragason lenti í 4. sæti í -60 kg flokki.

Flottur árangur í heildina og júdódeild KA heldur áfram að sýna og sanna að hún hefur á að skipa einu besta starfi á landinu og verður gaman að fylgjast áfram með árangri okkar júdófólks á komandi mótum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is