Flýtilyklar
Tómas og Áki framlengja við KA
08.11.2019
Fótbolti
Knattspyrnudeild KA framlengdi í dag samninga sína við þá Áka Sölvason og Tómas Veigar Eiríksson. Báðir eru þeir uppaldir hjá félaginu og eru þetta afar jákvæðar fréttir en strákarnir eru flottir karakterar og miklir félagsmenn.
Áki sem er tvítugur skrifaði undir samning sem gildir út sumarið 2022 en hann hefur leikið fjóra leiki í deild og bikar fyrir KA. Síðasta sumar lék hann með Magna Grenivík og hjálpaði liðinu að halda sæti sínu í Inkasso deildinni.
Tómas Veigar er 21 árs og hann gerði samning út sumarið 2021. Síðasta sumar lék hann bæði með Magna sem og KF en síðarnefnda liðið tryggði sér sæti í 2. deildinni með flottum árangri á nýliðnu sumri.