Tíu frá júdódeild á Reykjavik International Games

Almennt | Júdó

Á laugardaginn mun tíu manna hópur keppa fyrir hönd KA á RIG eða Reykjavik International Games. Um er að ræða alþjóðlegt mót sem haldið er ár hvert í hinum ýmsu greinum. Í ár er met þátttaka erlendra keppenda í júdó og hefur þátttaka þeirra verið að aukast með árunum og verða þeir nú um 50. Sýnt verður frá bronsglímum og úrslitaglímum á RÚV og hefst útsending klukkan 14:30 á laugardaginn.

Keppendur frá Júdódeild KA eru:

Adam Brands Þórarinsson -90

Alexander Heiðarsson -60

Anna Soffía Víkingsdóttir +70

Arnar Þór Björnsson -66

Edda Ósk Tómasdóttir -70

Gylfi Rúnar Edduson -60

Karl Stefánsson +100

Kristín Embla Guðjónsdóttir +70

Skafti Þór Hannesson McClure -81

Unnar Þorri Þorgilsson -73


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is