Þrír frá KA í U17 ára landsliðinu

Fótbolti

Aron Daði Stefánsson, Mikael Breki Þórðarson og Jóhann Mikael Ingólfsson eru í U17 ára landsliði Íslands sem mætir Finnlandi í tveimur æfingaleikjum. KA á flesta fulltrúa í hópnum og ljóst að það verður afar spennandi að fylgjast með okkar köppum í þessu flotta verkefni.

Þeir Aron, Mikael og Jóhann eru miklir félagar en þeir voru saman í aðlögun á leiksskóla og voru saman í bekk út grunnskólagönguna sem lauk síðasta vor. Í KA hafa þeir verið hluti af öflugum 2007 árgangi sem gerði oftar en ekki mjög gott mót. Má þar nefna Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitla og N1-mótstitla.

Við óskum þeim innilega til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis gegn Finnum!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is